Bolaði ekki Giggs í burtu

José Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United.
José Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United. AFP

Ryan Giggs ákvað á dögunum að yfirgefa uppeldisfélag sitt, Mancester United, eftir 29 ára veru hjá félaginu sem leikmaður, aðstoðarmaður knattspyrnustjóra liðsins og um skamma hríð knattspyrnustjóri félagsins. Jose Mourinho tók af allan vafa um það í dag að það hefði verið að hans frumkvæði að Giggs hvarf af braut. 

„Giggs hafði áhuga á starfinu sem ég var síðan ráðinn til þess að sinna. Giggs hefði getað fengið hvaða starf sem er innan herbúða Manchester United en ákvað að leita sér að nýrri áskorun. Það var ekki mín ákvörðun að bola Giggs í burtu frá félaginu,“ sagði Jose Mourinho um brotthvarf Ryans Giggs frá Manchester United á blaðamannafundi í dag. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert