Er Jóhann Berg á leið til nýliðanna?

Jóhann Berg Guðmundssson í baráttu við Raheem Sterling í leik …
Jóhann Berg Guðmundssson í baráttu við Raheem Sterling í leik Íslands og Englands á EM. AFP

Vefurinn South London Press greinir frá því í kvöld að enska C-deildarliðið Charlton hafi tekið tilboði frá Burnley í landsliðsmanninn Jóhann Berg Guðmundsson.

Burnley tryggði sér sæti í ensku úrvalsdeildinni í vor en Charlton féll úr B-deildinni. Tilboð Burnley í Jóhann Berg er sagt vera 2,5 milljónir punda en upphæðin geti orðið 3,5 milljónir við tiltekinn fjölda leikja sem Jóhann Berg kemur til með að spila.

Fyrr í dag var Jóhann Berg orðaður við Norwich sem féll úr ensku úrvalsdeildinni í vor.

mbl.is