Mourinho skýtur á Wenger

Mourinho er ekki þekktur fyrir að liggja á skoðunum sínum.
Mourinho er ekki þekktur fyrir að liggja á skoðunum sínum. AFP

Mourinho sat fyrir svörum á fyrsta blaðamannafundinum síðan hann tók við stjórn Manchester United. Hann notaði tækifærið til að skjóta fast á Arsene Wenger, knattspyrnustjóra Arsenal, en þeir hafa elt saman grátt silfur um langa tíð. 

„Sumir knattspyrnustjórar unnu deildina fyrir 10 árum. Ég vann hana síðast í fyrra.“

Þessi athugasemd Mourinhos um Wenger er ekki einsdæmi. Árið 2014 vakti athygli þegar Mourinho kallaði Wenger „sérfræðing í vonbrigðum“.

mbl.is