Barnaníðingur fannst meðvitundarlaus

Barry Bennell fannst meðvitundarlaus á föstudagskvöld.
Barry Bennell fannst meðvitundarlaus á föstudagskvöld.

Barnaníðingurinn Barry Bennell var fluttur á sjúkrahús eftir að hann fannst meðvitundarlaus í húsi í Stevenage í Englandi á föstudagskvöld. Guardian greinir frá.

Nokkrir knattspyrnumenn hafa stigið fram á síðustu dögum og greint frá því að Bennell, sem þjálfaði yngri flokka hjá Crewe á 9. áratug síðustu aldar, hafi beitt þá kynferðislegu ofbeldi.

Benn­ell er 64 ára í dag. Hann fékk fjög­urra ára dóm fyr­ir að nauðga bresk­um dreng á fót­bolta­ferðalagi í Flórída árið 1994. Þá fékk hann einnig níu ára dóm fyr­ir 23 brot gegn sex drengj­um á Englandi árið 1998.

Benn­ell var svo stungið í fang­elsi í þriðja sinn í fyrra er hann játaði að hafa beitt dreng of­beldi í fót­bolta­búðum árið 1980.

„Lögreglumenn komu að húsi í Stevenage rétt fyrir 11 á föstudagskvöldið í tengslum við mál þar sem talið var að mannslíf væri í hættu,“ segir í yfirlýsingu lögreglu vegna málsins.

„62 ára maður var fluttur á spítala þar sem hann dvelur. Ekki er hægt að greina frekar frá líðan hans á þessu stigi málsins,“ sagði ennfremur í yfirlýsingu lögreglu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert