Eitt mesta hneyksli sögunnar

Þáttastjórnandinn Victoria Derbyshire ræddi við fjóra fyrrverandi fótboltamenn um kynferðisofbeldi …
Þáttastjórnandinn Victoria Derbyshire ræddi við fjóra fyrrverandi fótboltamenn um kynferðisofbeldi sem þeir urðu fyrir. (F.V.:) Jason Dunford, Steve Walters, Chris Unsworth og Andy Woodward. Skjáskot/BBC

Greg Clarke, formaður enska knattspyrnusambandsins, segir þau mál sem komið hafa upp um kynferðislega misnotkun þjálfara á ungum iðkendum vera einn mesta skandal sem komið hefur upp í enskri knattspyrnusögu.

Meira en tuttugu fyrrum knattspyrnumenn hafa stigið fram undanfarið og opnað sig um kynferðislega misnotkun af hendi þjálfara sinna. Lögregla hefur nú fimm mismunandi mál til rannsóknar og þá hefur enska sambandið ákveðið að kafa nánar ofan í málið.

Clarke segir að hann sé reiður yfir því að níundi áratugurinn hafi gengið sofandi um, lokað augunum fyrir því sem var í gangi og verið hluti af vandamálinu.

„Við verðum að komast til botns í því af hverju þessi mál voru ekki tekin til skoðunar á sínum tíma. Afleiðingarnar eru gríðarlegar,“ sagði Clarke. Spurður hvort málið sé mesta hneyksli í sögu knattspyrnusambandsins sagði Clarke: „Þetta er alla vega sá langstærsti sem ég man eftir,“ sagði Clarke, en BBC fjallar nánar um málið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert