83 grunaðir um barnamisnotkun

Enska knattspyrnusambandið, í samstarfi við lögreglu, opnaði sérstakt hjálparnúmer sem …
Enska knattspyrnusambandið, í samstarfi við lögreglu, opnaði sérstakt hjálparnúmer sem hægt er að hringja í vilji menn tjá sig um eða láta vita af misnotkunarmálum. mbl.is/Eggert

Lögreglan í Bretlandi segir að alls liggi nú 83 einstaklingar undir grun vegna rannsóknar sem stendur yfir á kynferðisofbeldi gegn börnum í fótbolta.

Alls tengjast brotin 98 knattspyrnufélögum en rannsóknin nær til félaga í öllum deildum, allt frá úrvalsdeildum niður í utandeildir. Lögreglan tekur áfram við símtölum vegna rannsóknarinnar og segir talsmaður lögreglunnar við BBC að brugðist sé hratt við ásökunum.

Um 98% fórnarlambanna eru karlkyns og voru á aldrinum 7 til 20 ára þegar brotin áttu sér stað.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert