Gylfi hógvær eftir sigurmarkið á Anfield

Gylfi Þór Sigurðsson var hetjan í dag.
Gylfi Þór Sigurðsson var hetjan í dag. AFP

Gylfi Þór Sigurðsson var hetja Swansea þegar hann tryggði liðinu 3:2-sigur á Liverpool þegar liðin mættust á Anfield í hádeginu í dag.

Sjá frétt mbl.is: Gylfi tryggði Swansea sigur gegn Liverpool

„Eftir að hafa komist 2:0 yfir var svekkjandi að þeir náðu að jafna í 2:2. En við sýndum mikinn karakter í lokin og náðum sigurmarkinu,“ sagði Gylfi hógvær í viðtali strax eftir leik, en umrætt sigurmark var það sjötta sem hann skorar á leiktíðinni.

Fernando Llorente skoraði fyrstu tvö mörkin fyrir Swansea og segir það vissulega ánægjulegt, en það sé bara eitt sem skiptir máli.

„Ég skoraði tvö mörk í dag en það allra mikilvægasta er sú vinna sem við lögðum í leikinn. Við verðum að berjast áfram en ég er mjög ánægður,“ sagði Llorente.

Sigurinn fleytti Swansea upp úr botnsætinu og voru Gylfi og félagar jafnframt þeir fyrstu í rúmt ár sem sigra Liverpool á Anfield.

Gylfi Þór Sigurðsson skorar sigurmarkið í dag.
Gylfi Þór Sigurðsson skorar sigurmarkið í dag. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina