Hazard missir líklega af næsta leik

Eden Hazard er meiddur.
Eden Hazard er meiddur. AFP

Belgíski knattspyrnumaðurinn Eden Hazard gæti misst af leik Chelsea og Crystal Palace 1. apríl vegna meiðsla í kálfa. Hazard var ekki með í 2:1 sigri Chelsea á Stoke um helgina vegna meiðslanna. 

Hazard missir einnig af leik Belga og Grikkja í undankeppni HM næsta laugardag og er búist við að hann verði frá í 10-15 daga vegna meiðslanna.

Chelsea er með tíu stiga forskot á Tottenham á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. 

mbl.is