Í tísku að hrósa Kante

N'Golo Kante.
N'Golo Kante. AFP

Knattspyrnumaðurinn Joey Barton er ekki eins hrifinn af N'Golo Kante, miðjumanni Chelsea, og flestir. Hann segir það í tísku að hrósa Kante og því fái hann meira lof en hann eigi skilið.  

„Á Englandi eru spekingar fastir í kassa og þeir komast ekki úr honum. Það er ekki hægt að fá þá til að skipta um skoðun og nú til dags er það í tísku að hrósa N'Golo Kante. Þeir segja að hann sé besti miðjumaður í heimi, en það er ekki satt,“ sagði Barton. 

„Hann er góður að skemma sóknir andstæðinganna, en hann skapar ekki mikið. Það er ekki hægt að segja að leikmaður sem hefur aldrei spilað í Meistaradeildinni sé besti leikmaður heims í sinni stöðu. Fyrir tveimur árum vissi enginn hver hann var, svolítið eins og Dimitri Payet,“ bætti Barton við. 

mbl.is