Manchester City fær aðra kæru

Pep Guardiola var ekki sáttur við Michael Oliver í gær.
Pep Guardiola var ekki sáttur við Michael Oliver í gær. AFP

Manchester City hefur verið kært af enska knattspyrnusambandinu fyrir viðbrögð leikmanna eftir að Michael Oliver dæmdi vítaspyrnu á Gael Clichy í 1:1 jafnteflinu við Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í gær. 

Leikmenn liðsins umkringdu Oliver eftir dóminn og lýstu yfir óánægju sinni með hann. City fék 35.000 punda sekt frá enska sambandinu í desember vegna svipaðs atviks í 3:1 tapi gegn Chelsea. 

Líklegt þykir að sektin verði hærri í þetta skiptið, enda um endurtekið brot að ræða. 

mbl.is