Neville vill banna brottrekstra

Gary Neville er orðinn þreyttur á brottrekstrum á Englandi.
Gary Neville er orðinn þreyttur á brottrekstrum á Englandi. AFP

Sparkspekingurinn og fyrrverandi knattspyrnumaður Manchester United, Gary Neville, er hlynntur þeirri hugmynd að banna félögum á Englandi að reka þjálfara sína á miðju tímabili. 

Neville er orðinn þreyttur á tíðum brottrekstrum í ensku úrvalsdeildinni, en Swansea, Crystal Palace, Hull og Leicester hafa öll rekið þjálfara sína á leiktíðinni. 

„Ég er algjörlega hlynntur þeirri hugmynd að það mætti ekki reka þjálfara á miðju tímabili. Þjálfarar sem byrja leiktíðina ættu að klára hana líka. Það yrði meira starfsöryggi, en eigendur félaganna væru eflaust ekki kátir,“ sagði Neville. 

„Liðin á botninum eru að skipta um þjálfara og ég vona stundum að það takist ekki hjá þeim, svo að fleiri lið fari ekki að gera það. Stundum virkar það og stundum ekki. Hjá Leicester, Swansea og Hull virðist það hafa haft góð áhrif,“ sagði hann að lokum. 

mbl.is