„Mikill áhugi og vangaveltur um Gylfa“

Gylfi Þór Sigurðsson.
Gylfi Þór Sigurðsson. AFP

Paul Clement, knattspyrnustjóri Swansea City, sat fyrir svörum á vikulegum fréttamannafundi hjá Swansea í dag.

Clement var spurður að því hvort hætta sé á að Swansea missi sína bestu leikmenn.

„Við erum með góða leikmenn hér. Það hefur verið mikill áhugi og vangaveltur í gangi um Gylfa en hann er einbeittur á það sem hann ætlar sér að gera og við viljum halda okkar bestu leikmönnum,“ sagði Clement en Swansea berst fyrir lífi sínu í ensku úrvalsdeildinni.

Swansea er í fallsæti en liðið er í þriðja neðsta sæti deildarinnar, tveimur stigum á eftir Hull City. Gylfi og félagar fá Stoke í heimsókn á laugardaginn og sagði Clement að þann leik verði Swansea að vinna því hann segist reikna með því að Hull vinni sigur á Watford.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert