Ehiogu er látinn

Ugo Ehiogu.
Ugo Ehiogu. Ljósmynd/tottenhamhotspur.com

Ugo Ehiogu, fyrrverandi leikmaður enska landsliðsins í knattspyrnu og Aston Villa, lést á sjúkrahúsi í London í morgun. Hann var 44 ára gamall.

Ehiogu hneig niður á æf­ingu hjá Totten­ham í gær en hann þjálf­ar 23 ára lið fé­lags­ins. Hann var í skyndingu fluttur á sjúkrahús en Ehiogu varð hjartastopp og lést eins og áður segir snemma í morgun.

Ehiogu lék sem varn­ar­maður með WBA, Ast­on Villa, Midd­les­brough, Leeds, Ran­gers og Sheffield United á tutt­ugu ára ferli sem at­vinnumaður en hann lagði skóna á hill­una árið 2009. Hann varð deildarbikarmeistari með Aston Villa 1994 og 1996 og vann sömu keppni með Middlesbrough árið 2004.

Ehi­ogu spilaði fjóra lands­leiki fyr­ir Eng­lands hönd og skoraði eitt mark. Hann hef­ur þjálfað hjá Totten­ham í fullu starfi frá 2014.

mbl.is