Manchester United mætir Celta

Liðsmenn Manchester United fagna marki gegn Anderlecht í gærkvöld.
Liðsmenn Manchester United fagna marki gegn Anderlecht í gærkvöld. AFP

Nú rétt í þessu var að ljúka drætti í undanúrslitunum í Evrópudeildinni í knattspyrnu í Nyon í Sviss en fyrr í morgun var dregið til undanúrslitanna í Meistaradeildinni.

Drátturinn varð á þessa leið:

Celta Vigo - Manchester United

Ajax - Lyon

Fyrri leikirnir í undanúrslitunum fara fram 4. maí og þeir síðari 11. maí en úrslitaleikurinn fer fram á Friends Arena í Stokkhólmi þann 24. maí.

mbl.is