Ummæli Gylfa komu ekki á óvart

Gylfi Þór Sigurðsson.
Gylfi Þór Sigurðsson. Ljósmynd/swansea

Paul Clement, knattspyrnustjóri Swansea, var afar ánægður að lesa ummæli Gylfa Þórs Sigurðssonar í fjölmiðlum í gærkvöldi þess efnis að hann vildi ekki yfirgefa félagið eftir að það tryggði sæti sitt í ensku úrvalsdeildinni.

„Það var gott að heyra og það kom mér heldur ekkert á óvart. Ég sé hvað hann leggur hart að sér og ég held að hann sé mjög að njóta þess að vera hérna. Hann er leikmaður ársins hjá okkur sem er mjög góð viðurkenning og ég vona að hann muni vera hér áfram,“ sagði Clement á fréttamannafundi í dag.

Swansea mætir West Brom í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar á sunnudag en hefur sem fyrr segir þegar tryggt sæti sitt í deildinni.

mbl.is