„Eins og að vinna titil“

Fernando Llorente fagnar marki með Gylfa Þór og Alfie Mawson.
Fernando Llorente fagnar marki með Gylfa Þór og Alfie Mawson. AFP

„Þetta er eins og að vinna titil,“ segir spænski framherjinn Fernando Llorente, leikmaður Swansea City, um þá staðreynd að liðinu hafi tekist að halda sínu í ensku úrvalsdeildinni.

Spænski risinn lagði svo sannarlega sitt af mörkum svo að Swansea tókst að forðast fallið en hann hefur skorað 13 mörk í deildinni á tímabilinu og mörg þeirra hafa komið eftir sendingar frá besta leikmanni Swansea, Gylfa Þór Sigurðssyni.

„Við höfum barist hart fyrir því að halda sæti okkar í deildinni og við verðskuldum það. Það hafa verið margar erfiðar stundir hjá okkur á árinu en ég er virkilega ánægður að við spilum í úrvalsdeildinni á næstu leiktíð. Ég hef notið þessa fyrsta tímabils míns í deildinni. Hún er mögnuð,“ segir Llorente á vef Swansea.

mbl.is