Framtíð Wenger rædd eftir bikarúrslitin

Það eru ansi fáir sem vita hvað Wenger gerir á ...
Það eru ansi fáir sem vita hvað Wenger gerir á næstu leiktíð. AFP

„Ég get ekki tjáð mig um framtíð mína núna, það sem er mikilvægast er að vinna leikinn við Everton á sunnudag og það sem gerist eftir það verður að koma í ljós,“ sagði Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, er hann var spurður hvort leikurinn gegn Everton í ensku úrvalsdeildinni væri síðasti heimaleikur hans sem stjóra liðsins. 

Frakkinn er samningslaus eftir leiktíðina og hefur hann lítið viljað tjá sig um hvort hann verði stjóri liðsins á næstu leiktíð.

„Ég mun ræða við stjórnina eftir bikarúrslitaleikinn við Chelsea og við sjáum til hvað kemur út úr því. Ég hugsa ekkert lengra en um leikina við Everton og Chelsea,“ sagði Wenger. 

mbl.is