Klopp vonar að Gerrard taki við af sér

Jürgen Klopp vonast til að Steven Gerrard taki við af ...
Jürgen Klopp vonast til að Steven Gerrard taki við af sér sem þjálfari Liverpool einn daginn. AFP

Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarliðsins Liverpool, vonar að Steven Gerrard verði eftirmaður sinn einn daginn. Gerrard er algjör goðsögn hjá Liverpool, en þar var hann allan sinn feril, ef frá er taldir 18 mánuðir hjá LA Galaxy í Bandaríkjunum. 

Gerrard spilaði 504 leik fyrir aðallið Liverpool og í þeim skoraði hann 120 mörk. Gerrard er sem stendur þjálfari U18 liðs félagsins. 

„Það er tilvalið að Gerrard sé innan félagsins núna. Hann er frábær náungi og einn af bestu knattspyrnumönnum sögunnar. Mér brá þegar ég sá hann á æfingu hjá okkur á sínum tíma, svo góður er hann. Ef ég verð einhvern tímann rekinn, vona ég innilega að Gerrard taki við af mér,“ sagði Þjóðverjinn.

mbl.is