Pogba er klár í slaginn

Paul Pogba.
Paul Pogba. AFP

Paul Pogba, miðjumaður Manchester United, sem ekki hefur spilað síðustu leiki liðsins eftir að hafa misst föður sinn, mun spila lokaleikinn í ensku úrvalsdeildinni en United tekur á móti Crystal Palace á sunnudaginn.

„Pogba hefur það gott. Hann er öflugur karakter og horfir fram á veginn eftir andlát föður síns. Hann hefur ekkert æft með okkur en hann mun spila á sunnudaginn og ég tel það vera gott til að koma honum aftur í form fyrir leikinn á móti Ajax,“ segir Mourinho en Manchester United er með hugann við leikinn gegn Ajax en liðin eigast við í úrslitaleik Evrópudeildarinnar í Stokkhólmi á miðvikudag í næstu viku.

mbl.is