McInnes hafnaði Sunderland

McInnes verður áfram hjá Aberdeen.
McInnes verður áfram hjá Aberdeen. AFP

Derek McInnes, knattspyrnustjóri skoska liðsins Aberdeen hefur hafnað tilboði um að taka við stjórn knattspyrnuliðs Sunderland, sem féll úr ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili. Stjórnendur Aberdeen tilkynntu veru McInnes á fimmtudagskvöldið, en aðstoðarþjálfari hans, Tony Docherty verður einnig áfram hjá félaginu.

Aberdeen endaði í öðru sæti skosku úrvalsdeildarinnar undir stjórn McInnes, þriðja árið í röð.

mbl.is