Wes Brown til Crewe?

Wes Brown er orðaður við Crewe.
Wes Brown er orðaður við Crewe. AFP

Enski knattspyrnumaðurinn Wes Brown hefur verið orðaður við Crewe. Brown lék áður fyrr með Manchester United og Sunderland, en leikur nú með Blackburn. Vafi leikur á um hvort úr samstarfinu verði, en Brown er orðinn 37 ára gamall.

Varnarmaðurinn er það sem Crewe þarfnast, en tveir varnarmanna liðsins, Jon Guthrie og Ollie Turton hafa farið annað. Knattspyrnustjóri liðsins, David Artell segir félagið þurfa að ákveða hvort að Brown sé sá sem liðið þarfnast, þar sem hann er eins og áður sagði, að nálgast fertugt.

mbl.is