Giroud á óskalista West Ham

Olivier Giroud er á óskalista West Ham.
Olivier Giroud er á óskalista West Ham. AFP

Sky Sports greinir frá því í dag að enska knattspyrnufélagið West Ham sé að reyna að fá franska framherjann Olivier Giroud frá Arsenal. Giroud er búinn að vera hjá Arsenal síðan 2012 og skorað 69 mörk í 164 deildarleikjum. 

Samkvæmt Sky er Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, opinn fyrir því að selja Giroud. Wenger hefur mikinn áhuga á að fá Kylian Mbappe frá Mónakó og Alexandre Lacazette hjá Lyon í framlínuna hjá sér. 

mbl.is