„Gylfi er ómetanlegur fyrir okkur“

Gylfi Þór Sigurðsson
Gylfi Þór Sigurðsson AFP

Swansea City hefur ekkert tilboð borist varðandi Gylfa Þór Sigurðsson þrátt fyrir ýmis blaðaskrif á Bretlandseyjum um áhuga félaga á borð við Everton og Southampton. 

Stjórnarformaður Swansea, Huw Jenkins, fullyrðir þetta við Sky Sports en segir að ef tilboð muni berast í íslenska landsliðsmanninn þá verði þau skoðuð þótt áhuginn fyrir slíkri sölu sé lítill í herbúðum welska félagsins. 

„Við viljum halda bæði Gylfa og Fernando, sem eru í hópi okkar bestu leikmanna og viljum tryggja að leikmannahópur okkar styrkist frekar en hitt,“ sagði Jenkins en um hugsanlega verðlagningu á Gylfa sagði stjórnarformaðurinn: 

„Erfitt er að átta sig á verðgildi Gylfa eins og leikmannamarkaðurinn er í dag en fyrir okkur er hann ómetanlegur. Við verðum í það minnsta að tryggja að við gerum allt sem í okkar valdi stendur til að halda honum hjá félaginu,“ sagði Jenkins. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert