United burstaði LA Galaxy (myndskeið)

Marouane Fellaini fagnar marki sínu.
Marouane Fellaini fagnar marki sínu. Ljósmynd/Manchester United

Manchester United vann öruggan sigur, 5:2, gegn bandaríska liðinu LA Galaxy í æfingaleik í Bandaríkjunum í nótt.

Manchester United komst í 5:0 áður en heimamenn náðu að komast á blað. Marcus Rashford skoraði tvö mörk United og þeir Marouane Fellaini, Henrik Mkhitaryan og Anthony Martial skoruðu sitt markið hver en mexíkanski landsliðsmaðurinn Giovani dos Santos skoraði bæði mörk LA Galaxy á síðustu 10 mínútum leiksins. Á meðfylgjandi myndskeiði má sjá mörkin úr leiknum.

mbl.is