Bony skilinn eftir heima

Wilfried Bony.
Wilfried Bony. AFP

Fílabeinsstrendingurinn Wilfried Bony var ekki valinn í leikmannahóp Manchester City sem hélt í æfingaferð til Bandaríkjanna í dag.

Orðrómur er í gangi um að Swansea hafi hug á að endurnýja kynnin við sóknarmanninn en það seldi hann fyrir metfé til Manchester City í janúar 2015. Bony hefur ekki fundið taktinn hjá Manchester City og á síðustu leiktíð var hann lánaður til Stoke City þar sem náði sér alls ekki á strik.

Bony, sem er 32 ára gamall, átti góðu gengi að fagna þegar hann lék með Swansea frá 2013 til 2015. Hann skoraði 26 mörk í 54 deildarleikjum með velska liðinu.

mbl.is