Chelsea ætlar sér að ná í Sergio Agüero

Sergio Agüero.
Sergio Agüero. AFP

Sky Sports greinir frá því í dag að Chelsea hafi mikinn áhuga á að fá Sergio Agüero, framherja Manchester City, til liðs við sig og búast má við að Englandsmeistararnir leggi fram tilboð í Argentínumanninn á næstu dögum. 

Chelsea leitar nú að framherja til að fylla í skarð Diego Costa sem er á leið frá félaginu. Agüero er búinn að vera einn besti framherji ensku deildarinnar undanfarin ár og hefur skorað 122 mörk í 181 leik fyrir liðið síðan hann gekk í raðir þess frá Atlético Madrid árið 2011. 

Ekki er vitað hvað Chelsea þarf að borga fyrir leikmanninn, en ljóst er að hann verður ansi dýr. 

mbl.is