Everton heldur áfram að safna liði

Cuco Martina skrifar undir samninginn við Everton í dag.
Cuco Martina skrifar undir samninginn við Everton í dag. Ljósmynd/twitter-síða Everton

Enska úrvaldeildarliðið Everton heldur áfram að safna fyrir átökin í ensku úrvalsdeildinni sem hefst í næsta mánuði.

Hægri bakvörðurinn Cuco Martina samdi við Everton í dag til þriggja ára en hann kemur til félagins án greiðslu þar sem samningur hans við Southampton var útrunninn. Martina er fæddur í Hollandi en spilar með landsliði Curacao í karabíska hafinu.

Martina er 27 ára gamall sem kom til Southampton árið 2015. Hann lék fyrsta tímabilið þar undir stjórn Ronalds Koeman sem nú við stjórnvölinn hjá Everton.

mbl.is