Hart í læknisskoðun hjá West Ham í dag

Joe Hart verður orðinn leikmaður West Ham í dag.
Joe Hart verður orðinn leikmaður West Ham í dag. AFP

Enski landsliðsmarkmaðurinn Joe Hart mun að öllum líkindum ganga frá eins árs lánssamningi við enska úrvalsdeildarfélagið West Ham United í dag. Hann mun gangast undir læknisskoðun og standist hann hana, verður hann orðinn leikmaður liðsins í dag. 

Talið er að klásúla verði í samningnum sem gerir West Ham kleyft að kaupa Hart að lánssamningnum loknum. Hart er samningsbundinn Manchester City til 2018. 

mbl.is