Michu leggur skóna á hilluna

Miguel Michu.
Miguel Michu. AFP

Spænski framherjinn Miguel Michu, fyrrverandi samherji Gylfa Þórs Sigurðssonar hjá velska liðinu Swansea City, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna, 31 árs gamall.

Ástæðan fyrir þessari ákvörðun Michu eru þrálát meiðsli sem hann hefur glímt við en hann lék með spænska liðinu Real Oviedo á síðustu leiktíð.

Michu gekk í raðir Swansea árið 2012 og skoraði 22 mörk í 43 leikjum með liðinu á sínu fyrsta tímabili en alls lék hann 50 deildarleiki með Swansea og skoraði í þeim 20 mörk.

mbl.is