Mourinho býður Inter tvo varnarmenn

José Mourinho fyrir leik sinna manna gegn Los Angeles Galaxy ...
José Mourinho fyrir leik sinna manna gegn Los Angeles Galaxy um helgina. AFP

José Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United, er ekki reiðubúinn að láta franska sóknarmanninn Anthony Martial upp í kaupin á króatíska landsliðsmanninum Ivan Perisic sem hann er að reyna að fá frá ítalska liðinu Inter Mílanó.

Vefur enska blaðsins Daily Mirror segir frá því að Mourinho vilji ekki missa Martial en er tilbúinn að bjóða Inter að fá tvo af varnarmönnum sínum, miðvörðinn Chris Smalling og bakvörðinn Matteo Darmian.

Af þessum tveimur leikmönnum er talið líklegra að Luciano Spalletti þjálfari Inter taki Darmian enda er hann að leita eftir hægri bakverði í lið sitt.

mbl.is