Wenger biðlar til stuðningsmanna sinna

Arsene Wenger fagnar fyrsta
Arsene Wenger fagnar fyrsta "bikarnum" með Petr Cech í dag. AFP

„Ég veit ekki hvort þetta var rautt spjald en við áttum leikinn á þessu augnabliki,“ sagði Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal við BT Sport, um rauða spjaldið sem Spánverjinn Pedro Rodriguez hjá Chelsea fékk í dag en Arsenal skoraði úr aukaspyrnunni sem fylgdi og vann Chelsea á endanum örugglega 4:1 í vítaspyrnukeppni í leiknum um Samfélagsskjöldinn.

„Við áttum í erfiðleikum í upphafi seinni hálfleiks en eftir það áttum við leikinn. Við litum alltaf út fyrir að vera hættulegir,“ sagði Wenger.

Óvenju hart var sótt að Wenger á síðustu leiktíð af stuðningsmönnum Arsenal sem margir hverjir vildu hann burt eftir 20 ár í starfi. Hann situr þó sem fastast og biðlar til stuðningsmanna sinna að sína samstöðu á komandi tímabili fari svo að Arsenal gangi í gegnum erfiða tíma.

„Hver einasti leikur í úrvalsdeildinni er bardagi, eins og í dag. Það er draumurinn að gera stuðningsmennina glaða. Draumur sem verður erfitt að uppfylla en munum gera það sem við getum. Ég vil sjá þá standa á bakvið liðið því við gætum farið í gegnum erfiða tíma. Sum skeið verða góð, en önnur ekki. Við þurfum að standa sameinuð á þessari leiktíð,“ sagði Wenger.

mbl.is

Bloggað um fréttina