Clement ráðgerir að Gylfi fari

Gylfi Þór Sigurðsson.
Gylfi Þór Sigurðsson. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Paul Clement knattspyrnustjóri Swansea er orðinn pirraður á óvissunni um framtíð Gylfa Sigurðssonar. Gylfi hefur ekkert leikið með liðinu á undirbúningstímabilinu en Clement býr sig undir að Gylfi verði horfinn á brott þegar enska úrvalsdeildin hefst á föstudag.

Ástæðan fyrir því að Clement vill lausn í mál Gylfa sem fyrst er sú að á meðan Gylfi er enn leikmaður félagsins eru kaupáætlanir félagsins í biðstöðu. Ef af sölunni verður mun Clement fá pening til leikmannakaupa til þess að styrkja lið sitt og því  vill hann að málin komist á hreint sem fyrst svo hann hafi tíma til þess að finna leikmenn í stað Gylfa.

Samkvæmt heimildum ESPN standa viðræður félaganna enn yfir. Everton er reiðubúið að greiða rúmar 40 milj punda en talið er að um 5 milljónir punda beri á milli félaganna.

mbl.is