Aron Einar lagði upp í öruggum sigri

Aron Einar Gunnarsson í baráttu við Gabriel Agbonlahor í leiknum ...
Aron Einar Gunnarsson í baráttu við Gabriel Agbonlahor í leiknum í dag. Ljósmynd/Heimasíða Aston Villa

Aron Einar Gunnarsson spilaði allan leikinn og lagði upp annað mark Cardiff sem hafði betur gegn Aston Villa, 3:0, á heimavelli í ensku 1. deildinni í knattspyrnu í dag. Birkir Bjarnason var allan tímann á varamannabekk Villa. Cardiff er í toppsæti deildarinnar með tvo sigra úr fyrstu tveimur leikjunum en Aston Villa er aðeins með eitt stig. 

Hörður Björgvin Magnússon var allan tímann á varamannabekk Bristol City sem tapaði fyrir Birmingham á útivelli, 2:1. Jón Daði Böðvarsson er að glíma við meiðsli og var hann því ekki með Reading sem gerði 1:1 jafntefli gegn Fulham á heimavelli.

Reading er með eitt stig eftir fyrstu tvo leikina og Bristol City þrjú.  

mbl.is