Rooney bætir met á heimaslóðunum

Wayne Rooney hitar upp fyrir leik Everton og Stoke City ...
Wayne Rooney hitar upp fyrir leik Everton og Stoke City á Goodison Park í dag. AFP

Wayne Rooney bætti met þegar hann hóf leikinn með æskufélagi sínu, Everton, gegn Stoke City á Goodison Park klukkan 14.00 í dag.

Rooney leikur með Everton eftir 13 ára fjarverju sem gerir það að verkum að það eru 4837 dagar síðan hann lék síðasta leik sinn fyrir félagið. Ekki hefur liðið jafn langur tími á milli leikja hjá sama félaginu hjá neinum leikmanni í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu karla.

Fylgst er með gangi mála í leik Everton og Stoke City sem og hinum leikj­un­um fjór­um sem fram fara í deild­inni klukk­an 14.00 í texta­lýs­ingu á mbl.is hér.

mbl.is