Teflir United fram dýrasta liði sögunnar?

José Mourinho stjóri United ræðir við sína menn.
José Mourinho stjóri United ræðir við sína menn. AFP

Manchester United gæti stillt upp dýrasta liði í sögu ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu þegar það tekur á móti West Ham á Old Trafford í dag.

Manchester United pungaði út í sumar 75 milljónum punda fyrir Romelu Lukaku, 40 milljónum punda fyrir Nemanja Matic og 30 milljónum punda fyrir Victor Lindelof.

Verði þeir í byrjunarliði United eins og líkur eru á gæti byrjunarlið United kostað 406 milljónir punda en sú upphæð jafngildir um 56 milljörðum íslenskra króna.

Líklegt byrjunarlið United og verðið sem félagið greiddi fyrir leikmennina í pundum:

David De Gea (18.9)

Antonio Valencia (16)

Victor Lindelof (31)

Eric Bailly (30)

Matteo Darmian (12.7)

Ander Herrera (29)

Nemanja Matic (40)

Paul Pogba (89)

Henrikh Mkhitaryan (30)

Anthony Martial (35)

Romelu Lukaku (75)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert