Tottenham vann tíu leikmenn Newcastle

Dele Alli kemur Tottenham í 1:0.
Dele Alli kemur Tottenham í 1:0. AFP

Tottenham hafði betur gegn Newcastle á útivelli í 1. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í dag, 2:0. Dele Alli og Ben Davies skoruðu mörk Tottenham gegn tíu leikmönnum Newcastle, en Jonjo Shelvey var vikið af velli í síðari hálfleik. 

Vendipunktur leiksins kom á 49. mínútu er Jonjo Shelvey fékk að líta beint rautt spjald fyrir að stíga ofan á Dele Alli er sá síðarnefndi lá í grasinu. Eftir það tók Tottenham völdin á vellinum og það var einmitt Dele Alli sem kom liðinu yfir á 61. mínútu eftir fallega sendingu Christian Eriksen. 

Það var svo varamaðurinn Ben Davies sem tvöfaldaði forskot Tottenham á 70. mínútu með marki af stuttu færi eftir glæsilega sókn Tottenham og þar við sat. 

Fylgst var með gangi mála í beinni textalýsingu á mbl.is. 

Dele Alli og Jonjo Shelvey ræða málin.
Dele Alli og Jonjo Shelvey ræða málin. AFP
Newcastle 0:2 Tottenham opna loka
90. mín. Leik lokið Tottenham fær stigin þrjú í dag!
mbl.is