Barry orðinn leikmaður WBA

Gareth Barry er orðinn leikmaður WBA.
Gareth Barry er orðinn leikmaður WBA. Ljósmynd/Heimasíða WBA

Gareth Barry hefur skrifað undir eins árs samning við enska úrvalsdeildarfélagið WBA en hann kemur til félagsins frá Everton. 

Kaupverðið hefur ekki verið gefið upp, en Barry stóðst læknisskoðun í dag og skrifaði í kjölfarið undir samninginn. 

Barry er gríðarlega reynslumikill og hefur hann leikið með Aston Villa, Manchester City og Everton fram að þessu á tæplega 20 ára atvinnumannaferli. 

mbl.is