Gylfi einn sá besti í ensku deildinni

Gylfi er orðinn leikmaður Everton.
Gylfi er orðinn leikmaður Everton. Ljósmynd/Everton

„Ég er mjög ánægður því stjórnarformaðurinn gerði allt sem hann gat til að fá Gylfa. Þetta tók sinn tíma en loksins höfum við gengið frá þessu. Að mínu mati er hann einn af bestu leikmönnunum í deildinni og hann verður góður fyrir Everton," þetta sagði Ronald Koeman, knattspyrnustjóri Everton um nýjasta leikmann liðsins, Gylfa Þór Sigurðsson. 

Gylfi skrifaði undir fimm ára samning við Everton í dag eftir að félagið keypti hann af Swansea fyrir metfé. Félagsskiptin tóku um tvo mánuði og var loks endanlega gengið frá þeim í kvöld. 

mbl.is