Alnafni Gylfa fær ekki frið

Ronald Koeman og Gylfi Þór Sigurðsson.
Ronald Koeman og Gylfi Þór Sigurðsson. Ljósmynd/Everton

Það ætti ekki að hafa farið framhjá neinum að Gylfi Þór Sigurðsson gekk í gær til liðs við Everton fyrir metfé frá Swansea í ensku úrvalsdeildinni.

Félagaskiptin hafa skiljanlega vakið mikla athygli hjá áhugafólki um ensku úrvalsdeildina, en þess má geta að Gylfi sjálfur er ekki með Twitter-síðu. Alnafni hans, Gylfi Sigurðsson, hefur því fengið fjölmörg skilaboð og hamingjuóskir.

„Það er búið að vera töluvert áreiti og nýir fylgjendur eftir fréttirnar í gær. Mest var bara verið að óska „mér“ til hamingju,“ sagði alnafninn Gylfi Sigurðsson við Nútímann, en hann starfar hjá Opnum kerfum og er einnig umboðsmaður knattspyrnumanna í Svíþjóð.

„Nafni minn verður bara að fara að byrja á Twitter svo maður fái smá frið.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert