Gylfi fékk magnaðar móttökur (myndskeið)

Gylfi Þór Sigurðsson er orðinn vinsæll hjá Everton.
Gylfi Þór Sigurðsson er orðinn vinsæll hjá Everton. Ljósmynd/Everton

Gylfi Þór Sigurðsson varð dýrasti leikmaður í sögu enska úrvalsdeildarfélagsins Everton í gær er hann var keyptur til félagsins frá Swansea á um 45 milljónir punda. Gylfi skrifaði undir fimm ára samning við Everton og fékk hann magnaðar móttökur er hann var kynntur fyrir stuðningsmönnum liðsins. 

Everton leikur gegn króatíska liðinu Hajduk Split í Evrópudeildinni í kvöld og var Gylfi kynntur til leiks fyrir leikinn. Hér að neðan má sjá þessar skemmtilegu móttökur. 

mbl.is