Conte hló að Costa (myndskeið)

Antonio Conte.
Antonio Conte. AFP

Furðulega uppákoma átti sér stað á fréttamananfundi hjá Antonio Conte, knattspyrnustjóra Chelsea, þegar hann var spurður út í stöðuna hjá Diego Costa.

Conte var þá spurður út í ummæli Costa þess efnis að stjórinn færi með hann eins og glæpamann. Costa er sem stendur staddur í Brasilíu og var á dögunum sektaður fyrir að hafa ekki mætt á réttum tíma til æfinga með Chelsea á undirbúningstímabilinu. Samband hans og stjórans Antonio Conte er afar slæmt og Costa hefur verið tjáð að krafta hans sé ekki óskað hjá Chelsea.

Conte brást við með því að skella upp úr og vildi annars ekkert tjá sig um stöðu mála.

„Ég kýs að hlæja. Ég gat sagt ykkur það að allir hjá Chelsea vita hvað átti sér stað með hann á síðasta tímabili. Þetta er fyndin spurning og ég vil ekki tala um þetta meira. Þetta er í fortíðinni. Stopp,“ sagði Conta, en atvikið má sjá hér að neðan.

mbl.is