Virkilega ánægður með leikinn okkar

Jürgen Klopp á hliðarlínunni í dag.
Jürgen Klopp á hliðarlínunni í dag. AFP

Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool var mjög ánægður með spilamennsku sinna manna í 1:0-sigrinum á Crystal Palace í annarri umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag. Hann var sérstaklega ánægður með síðari hálfleikinn en Sadio Mané skoraði sigurmarkið á 73. mínútu.  

„Þetta var erfiður leikur, ég hef ekki hugmynd hvað við vorum mikið með boltann en það var mikið. Við vorum ágætir í fyrri hálfleik en það var erfitt því þeir voru aftarlega á vellinum. Við náðum ekki að skora í fyrri hálfleik en Palace fékk heldur ekki færi."

„Við vorum betri í seinni hálfleik, við vörðumst vel og fengum nóg af færum. Ég er virkilega ánægður með leikinn hjá okkur. Það hjálpaði okkur að vera á heimavelli," sagði Klopp. 

mbl.is