Bolasie ánægður með komu Gylfa (mynd)

Gylfi Þór Sigurðsson er orðinn leikmaður Everton.
Gylfi Þór Sigurðsson er orðinn leikmaður Everton. AFP

Yannick Bolasie, leikmaður Everton, virðist hæstánægður með að Gylfi Þór Sigurðsson sé genginn í raðir félagsins ef marka má mynd sem hann setti á Twitter í dag.

Bolasie hefur ekkert getað leikið með Everton á leiktíðinni vegna hnémeiðsla sem hann varð fyrir í desember á síðasta ári og leikur hann væntanlega ekkert með liðinu fyrr en um næstu jól. 

Myndina af Bolasie og Gylfa má sjá hér að neðan. 

mbl.is