Rauði hluti Manchester eflaust sáttur

Wayne Rooney fagnar marki sínu í kvöld.
Wayne Rooney fagnar marki sínu í kvöld. AFP

Wayne Rooney skoraði sitt 200. mark í ensku úrvalsdeildinni er hann kom Everton yfir gegn Manchester City á Etihad-vellinum í Manchester í kvöld. Raheem Sterling jafnaði fyrir City í síðari hálfleik og urðu lokatölur 1:1. Rooney var að sjálfsögðu ánægður með áfangann. 

„Það er gott að skora þetta mark í svona mikilvægum leik. Þetta var skemmtilegt augnablik og rauði hluti Manchester er eflaust sáttur við þetta líka.“

„Við getum enn bætt okkur. Deildin er rétt að byrja og við erum með marga nýja leikmenn. Við erum metnaðarfullir og við reynum að bæta okkur. Vonandi getum við unnið titla á næstu árum. Við reynum eins og við getum að nálgast bestu liðin,“ sagði hann að lokum. 

mbl.is