Gylfi og félagar á leið til Ítalíu

Gylfi Þór og Hollendingurinn Davy Klaassen á leið í flugvélina ...
Gylfi Þór og Hollendingurinn Davy Klaassen á leið í flugvélina í morgun. Ljósmynd/evertonfc.com

Gylfi Þór Sigurðsson og félagar hans í Everton héldu til Ítalíu í morgun en Everton mætir ítalska liðinu Atalanta í fyrstu umferð riðlakeppni Evrópudeildarinnar.

Gylfi Þór gulltryggði Everton farseðilinn í riðlakeppnina þegar hann skoraði stórbrotið mark í 1:1 jafntefli Everton gegn Hadjuk Split í síðari viðureign liðanna í umspilinu.

Frá þeim leik hefur Everton tapað tveimur leikjum í röð. Fyrst á útivelli gegn Englandsmeisturum Chelsea og um síðustu helgi tapaði liðið illa á heimavelli fyrir Tottenham, 3:0. Næsti leikur Everton í deildinni er svo á sunnudaginn þegar liðið sækir Manchester United heim.

mbl.is