Leeds tók toppsætið af Cardiff

Leikmenn Leeds fagna marki í gær.
Leikmenn Leeds fagna marki í gær. Ljósmynd/twitter

Gamla stórveldið Leeds United tyllti sér í gærkvöld á toppinn í ensku b-deildinni í knattspyrnu. Liðið á stóran hóp stuðningsmanna sem eru byrjaðir að spennast upp eftir fína byrjun á nýju tímabili nú síðsumars.

Innistæða virðist vera fyrir bjartsýni á Elland Road en Leeds hefur unnið fimm leiki af fyrstu sjö og gert tvö jafntefli.

Eftir 2:0 sigur á Birmingham á heimavelli í gær er Leeds með 17 stig og hefur eins stigs forskot á Cardiff City sem tapaði illa, 3:0, fyrir Preston á útivelli og missti þar af leiðandi toppsætið.

Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson var á miðjunni að venju hjá Cardiff en eftir góða byrjun getur Akureyringurinn vonast eftir því að Cardiff berjist um sæti í úrvalsdeildinni. Þar lék Aron með Cardiff tímabilið 2013-2014.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert