Lét sína menn heyra það

José Mourinho.
José Mourinho. AFP

José Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United, sá sína menn vinna öruggan 3:0 sigur gegn Basel í Meistaradeildinni í gær en þrátt fyrir sigurinn lét Mourinho sína menn heyra það eftir leikinn.

„Þegar þú byrjar riðlakeppnina er alltaf mikilvægt að vinna. Mér fannst við stöðugir, með gott sjálfstraust, vorum þolinmóðir og tókum réttar ákvarðanir. En eftir að við komust í 2:0 þá breyttist allt.

Við hættum að taka réttar ákvarðanir inni á vellinum og við hefðum getað skotið okkur í fótinn. Menn voru að reyna einhverja stæla inni á vellinum og spila PlayStation-fótbolta. Þegar menn hætta að spila sem lið og taka þetta ekki alvarlega þá bjóða þeir hættunni heim,“ sagði Mourinho eftir leikinn.

mbl.is