Vandræðalegt fyrir Manchester United

Old Trafford, heimavöllur Manchester United.
Old Trafford, heimavöllur Manchester United. AFP

„Manchester United hefur engar afsakanir að tefla ekki fram kvennaliði,“ segir fyrrverandi stjórnarmaður félagsins.

Manchester United er með unglingalið í kvennaflokki en frá árinu 2005 hefur félagið ekki teflt fram liði í meistaraflokki hjá konunum.

„Þetta er vandræðalegt fyrir Manchester United og félagið þarf að gera eitthvað í þessu. Það hefur engar afsakanir. Mér þykir það vandræðalegt að hafa verið í stjórninni þegar sú ákvörðun var tekin að leggja niður kvennaliðið,“ segir Andy Anson, fyrrverandi stjórnarmaður í Manchester United, í viðtali við BBC.

Forráðamenn Manchester-liðsins hafa nýlega sagt að það komi til greina að endurvekja kvennalið félagsins en grannar þeirra í Manchester City hafa lagt ríka áherslu á kvennalið sitt og liðið varð enskur meistari í fyrra og er ríkjandi bikarmeistari.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert