Wenger hvílir sterka leikmenn

Mesut Özil verður ekki með gegn Köln.
Mesut Özil verður ekki með gegn Köln. AFP

Arsenal hefur leik í riðlakeppni Evrópudeildar Evrópu á morgun en liðið tekur þá á móti þýska liðinu Köln.

Arsenal hefur verið fastagestur í riðlakeppni Meistaradeildarinnar svo árum skiptir en liðinu tókst ekki að vinna sér sæti í deild þeirra bestu á síðustu leiktíð.

Arsenal verður án nokkurra sterkra leikmanna annað kvöld. Miðjumennirnir Mesut Özil og Aaron Ramsey verða hvíldir en Francis Coquelin er ekki leikfær sökum meiðsla.

Arsenal á erfiðan leik fyrir höndum í deildinni um næstu helgi en liðið sækir Englandsmeistara Chelsea heim í hádeginu á sunnudaginn.

mbl.is