Rodgers með betri árangur en Klopp

Jürgen Klopp, stjóri Liverpool.
Jürgen Klopp, stjóri Liverpool. AFP

Brendan Rodgers er með betri árangur en Jürgen Klopp með lið Liverpool en Klopp tók við Liverpool-liðinu eftir að Rodgers var látinn taka poka sinn í október 2015.

Klopp hefur stýrt Liverpool í 72 leikjum í ensku úrvalsdeildinni. Í þeim hefur Liverpool unnið 37 leiki, skorað 141 mark og fengið 131 stig.

Í fyrstu 72 leikjunum sem Rodgers stýrði liði Liverpool vann liðið 40 leiki, skoraði 164 mörk og fékk 138 stig en leikmenn á borð við Luis Suárez og Steven Gerrard voru leikmenn Liverpool undir stjórn Rodgers.

mbl.is